Sindri fundinn. Ég óska fjölskyldu hans til hamingju. Sigga.

4 apr, 2009








 
 


Langholtsvegur – Týndur. 


 


Innikötturinn Sindri hvarf af svölunum okkar á Langholtsvegi við Laugardal, í gær 26.mars.


 


Hann er 1.5 árs og alveg óvanur því að fara út. Sindri er mest hvítur en með bröndótta flekki, svartbröndótt afar langt skott og bröndóttan hött á höfði  .


 


Hann er háfættur, langur og grannur.  Ómerktur.


 


Við söknum hans ógurlega mikið og viljum að hann komist heim sem fyrst. 


 


Ef þið verðið hans vör hafið samband við Þórunni 846-7124.


 


Myndin hér að neðan er af Sindra litla passa drenginn Úlf, en hann er ábyggilega glaður að vera búinn að fá hann Sindra sinn heim.


 


Ég vil beina því til eigenda katta sem eru týndir að missa ekki vonina um að þeir finnist. Endilega að athuga bílskúra nálægt heimilunum.


 


Kveðja Sigga.