Kvæsi var búinn að vera týndur í 8 mánuði. Heim frá Kattholti.

3 apr, 2009

2 apríl kom hvítur og bröndóttur högni í Kattholt. 


 


Hann fannst í Hafnarfirði.


 


Við skoðun kom í ljós að hann er örmerktur 352206000038006.


 


Hann heitir Kvæsi , mjög fallegur og ljúfur.


 


Fljótlega náði  ég  í skráðan eiganda hans. Var hann búinn að vera týndur í 8 mánuði.


 


Gleðin var mikil er dýrið komst í fang  eiganda síns eftir langan aðskilnað. Til hamingju.


 


Takk fyrir Kattholt.


Sigríður Heiðberg formaður.