Bröndótt ung læða kom í Kattholt 31. október sl. Hún hafði fundist inni í þvottahúsi í Hraunbænum í Reykjavík.
Dýrið er mjög horað og vansælt.
Oft hef ég hugsað, hvað er að kattaeigendum sem láta dýrin sín út ómerkt.
Kisur sem eru ómerktar eru ekki elskaðar las ég í blaði.
Hvað er með kisurnar sem eru í Kattholt eyrnamerktar eða örmerktar og eru ekki sóttar . Hvaða ábyrgð er lögð á eigendur ?
Ég get sagt ykkur að ábyrgð eiganda katta er engin. Meðan svo er ganga kisur um borgarlandið ómerktar, eða merktar og eru ekki sóttar í athvarfið, því viðurlög eru engin.
Það er sorglegt að horfa upp á hvað brotið er á kisunum okkar.
Ég hef verið formaður Kattavinafélags Íslands frá ´90. Kattholt opnaði ´91 og stundum skammast ég mín að hafa ekkert getað gert til að breyta þessu.
Samt er ég þakklát fyrir margt gott sem ég hef gert hér, í viðleitni minni að búa betur að blessuðum dýrunum okkar.
Aðeins hugleiðingar mínar.
Kær kveðja