Okkur barst peningagjöf upp á 50.000 kr. í fyrradag. Í
Kattholt komu hjón sem eru miklir kattavinir og eiga sjálf 15 ára kisu. Við
þökkum þeim kærlega fyrir rausnarskapinn. Við viljum einnig þakka þeim sem hafa
skráð sig undanfarið í Kattavinafélagið. Við kunnum vel að meta stuðninginn við
starfið í Kattholti og kisurnar sem þar dvelja.