Við flytjum ykkur þær gleðifregnir að
Bergur fór á nýtt heimili í dag! Í Kattholt kom mikill kattavinur sem vildi
veita hinum lífsreynda Berg framtíðarheimili. Nýi eigandinn og Bergur náðu
undir eins vel saman. Kattholt verður í sambandi við nýja eigandann og fær að
fylgjast með hvernig gengur. Við vonum að Bergur eigi mörg góð ár framundan á
þessu prýðisheimili. Við óskum þeim alls hins besta.