Pósturinn frá fjölskyldu Bóas, yljaði mér um hjartarætur.

14 apr, 2008

Sæl Sigga,
Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir hjálpina með hann Bóas minn á laugardaginn.+

 

Hann er mjög sæll að vera komin heim. Hann var doldið skítugur eftir ævintýrið og fékk því smá bað í dag og er nú hreinn og ilmandi.

 

Ég lagði smáræði inn á reikninginn hjá ykkur, hef ekki mikið á milli handanna eins og er en mun halda áfram að styrkja ykkur í framtíðinni.

 


Var að lesa frétt frá þér um slæma fjárhagsstöðu ykkar.

 

Eru borgaryfirvöld virkilega ekki tilbúin að leggja hönd á bagga?

 

Það er ekki eins og verið sé að tala um gífurlegar fjárhæðir. Sjá þeir virkilega ekki hversu mikilvægt starf er unnið í Kattholti? Er eitthvað sem ég eða aðrir borgarar geta gert til að þrýsta á þá?

 


Ísland er því miður langt á eftir öðrum löndum þegar viðkemur dýrum. Það er allt of lítil virðing borin fyrir dýrum og réttindum þeirra hér á landi.

 

Sem betur fer er til gott fólk eins og þú Sigga sem eru tilbúin að leggja á brattann og berjast fyrir dýrunum, ég veit ekki hvernig staða katta væri hér ef þín nyti ekki við.

 

Þú átt alla mína virðingu Sigga og ég lofa að þegar ég kem heim frá Danmörku eftir að hafa menntað mig í dýraatferlisfræði mun ég leggja mitt af mörkum til að fræða almenning um dýr og hvetja fólk til að opna augun fyrir mikilvægi dýravelferðar.

 


En ég sendi baráttu kveðjur til ykkar í Kattholti og hrósa ykkur fyrir frábært starf!

Kær kveðja,
Steinunn Anna og Bóas flökkukind