Kisur frá Kattholti og fjölskylda þeirra senda kveðju.

15 apr, 2008

Komdu sæl Sigga!

Mikið er leitt að lesa hér á síðunni hvað ástandið er erfitt hjá mörgum kisum.



En þó er gleðilegt að vita af starfinu ykkar og einnig er spennandi fyrirhuguð framkv. með nýju búrin.



Vona að það, og starfið allt, gangi sem allra best áfram hjá ykkur.

Ég millifærði nokkrar krónur til ykkar svona til að leggja eitthvað til málanna ásamt því greiði ég auðvitað árgjaldið samviskusamlega.



Fékk hjá þér tvær yndislegar kisur með nokkurra mánaða millibili árið 2006. Takk fyrir þær enn og aftur!



Þær hafa veitt okkur fjölskyldunni ómælda gleði og skemmtun. Algerlega órjúfanlegur partur af heimilishaldinu að hafa kisu :o)

Besta kveðja,
Halla.