Píanó

27 Feb, 2020

Munið þið eftir kisu nóvember mánaðar?

Píanó fannst úti og hafði verið á flakki í einhverja mánuði áður en hún kom til okkar í Kattholt. Hún var alveg ómerkt og enginn kannaðist við hana. Hún var aldursgreind 4 ára af dýralæknum og var við hestaheilsu. Hún var valin kisa nóvember mánaðar og fór í heimilisleit. Hún bræddi hug og hjarta nýs eiganda sem ættleiddi hana svo í byrjun desember. Þessa mynd fengum við svo senda frá þeim í morgun þar sem henni gæti ekki liðið betur og er komin með traust og gott framtíðarheimili. Við óskum þeim alls hins besta á komandi árum.