Hæ, vildi bara láta ykkur heyra af kettlingnum sem við fengum hjá ykkur.
Hún er komin með nafnið Perla og er algjört yndi, hún er umvafin ást af öllum á heimilinu, stórum sem smáum.
Hún fær að kúra í rúminu hjá okkur því hún er svo stillt á nóttunni. Gerir stykkin sín í kassann sinn og ekkert vandamál.
Dugleg að borða og mikill leikur í henni, sem sagt alveg yndisleg.
Kveðja Ásdís.