Ótrúleg mildi að Mía skyldi finnast á lífi.

22 júl, 2009

Kæra Sigríður og Kisur í kattholti..

Þann 6 Júní síðastliðin var ég fyrir þeirri ólukku að Mía litla kisustelpan mín týndist í Árbæ.



Ég sendi ykkur auglýsingu þann 15 júní um von að einhver fyndi hana og hún kæmi heim.



Ég fékk þó nokkur símtöl að sést hafi verið til gulbröndóttar og hvítrar kisu á ráfi en aldrei var það mín kisa, eitt símtal barst mér um að búið væri að keyra yfir litluna mína og hún væri því miður dáin.



En sú sorg breyttist í þvílíkt kraftarverk mánudagskvöldið 20 júní rétt fyrir miðnætti… yndisleg kona hringir í mig og spyr hvort að ég eigi kisu að nafni Mía.. ég játaði því og sagði hún að þau hjónin voru að koma heim og ákváðu  að opna fyrir skorsteinin hjá sér og þá allt í einu dettur niður sótskítug, grindhoruð lítil kisa með hálsól merkt Mía.



Mía hafi dottið niður skorsteinin hjá sér og ekki komist upp og engin heyrt mjálmið hennar. hún hafði greinilega verið þarna oní í 2-3 vikur, án matar, vatns og í öllum þessum hita.. og ótrúlegt að hún skuli vera á lífi.



Ég brunaði til hjónanna og ætlaði varla að þekkja kisu nema þegar að ég sá skakka bitið hennar og hálsólina.



Þetta sannar það hvað kisurnar okkar eru þrautseigar og með 9 líf.
Mía var um 4-5kg þegar að hún týndist en ekki nema 1400 grömm núna eftir þessar hremmingar.

Ég vil af öllu mínu hjarta þakka fjölskyldunni sem fann hana í strompinum hjá mér og hringdi í mig og Dýraspítalanum í  Garðabæ fyrir að taka á móti henni um miðja nótt og bjarga lífi hennar.



Hálsólin kom henni heim. munum að merkja kisunar okkar

Ég læt fylgja myndir af henni eins og hún var áður en hún týndist…  og svo eftir að hún var búin að fara 2x í bað hjá dýraspítalanum í Garðabæ.. hún var alveg sótsvört þegar að hún fannst…

Kær kveðja.
Eva B. Sigurðardóttir