Örmerki er lítil örflaga á stærð við hrísgrjón sem sett er undir húð í hnakka kattar. Örmerki eru lesin með sérstökum skanna hjá dýralæknum og í Kattholti.

Dýraauðkenni er miðlægur gagnagrunnur sem geymir örmerkingu dýra (www.dyraaudkenni.is). Við minnum á mikilvægi þess að réttar upplýsingar séu skráðar í gagnagrunninn, ekki bara um leið og kisan er örmerkt, heldur er líka nauðsynlegt að uppfæra upplýsingarnar t.d. við búrferlaflutninga, símanúmeraskipti og ekki síst við eigendaskipti. Öðruvísi er örmerki og skráning ekki að þjóna tilgangi sínum.

Um leið minnum við á að allar kisur eiga að sjálfsögðu að vera örmerktar og skráðar. Að auki hvetjum við kattaeigendur til að láta gelda fressketti og taka læður úr sambandi, með því og því einu er hægt að stemma stigu við offjölgun katta og koma í veg fyrir miklar þjáningar villi- og vergangskatta. Næst þegar þú ferð með kisuna þína til dýralæknis, er kjörið að kanna hvort örmerkið sé ekki örugglega skráð og að allar upplýsingar séu réttar.