Páskabasar 2018-Bakkelsi óskast

10 mar, 2018

Kæru vinir!

Nú styttist í páskabasar til styrktar kisunum í Kattholti. Og því leitum við enn og aftur til ykkar með aðstoð. Kökur og kruðerí hafa skipað alveg sérstakan sess á basarnum undanfarin ár og því er einkar vel þegið að fá bakarana okkar flinku til að bretta upp ermar! Þeir sem vilja baka eru beðnir um að láta vita með því að senda tölvupóst á eygudjons@simnet.is.

Sömuleiðis þiggjum við með þökkum margs konar hluti, sem tengjast kisum og bara öllu vor- og páskalegu, sem getur létt lund eftir langan vetur!

Verum samtaka um að gera basarinn eins glæsilegan og alltaf áður.
Basarinn verður að venju haldinn laugardaginn fyrir Pálmasunnudag, 24. mars n.k

Með fyrirfram þökkum og góðum kveðjum,
Basarnefnd.