Kæru dýravinir. Ég sendi ykkur nýjar myndir af kisubörnunum sem voru settir í kassa við blaðagám við Bústaðaveg í Reykjavík 23. Apríl sl.
Þeir dafna vel litlu skinnin og eru lífsglaður. Það er eins og maður verði fyrir áfalli þegar svo stórlega er brotið á dýrunum okkar.
Ég þakka öllum þeim sem af stórhug stofnuðu Kattavinafélag Íslands og höfðu það að meginmarkmiði að bæta aðbúnað katta á Íslandi.
Takk fyrir Kattholt.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg
Formaður.