Ég sá hann eiga leið hjá af og til.

26 maí, 2007

Fyrir um 2-3 árum byrjaði hann að venja komur sínar í dollurnar hjá kisunum mínum. Þá var hann eitthvert stutt tímabil með ól og merki, nafnið hans var Toggi.

 

Síðan sá ég hann eiga leið hjá af og til. Svo byrjaði ég að taka eftir honum í vetur, hann leit illa út og var mjög styggur, svo eitt sinn uppúr áramótum etv feb-mars kom hann og lagðist fyrir á eldhúsofnin hjá mér og var hann mjög illa haldinn og virtist skrýtinn til munsins og var með ljótt sár á miðju skottinu, en lét sig hverfa um leið og ég reyndi að nálgast hann. 

 

Svo núna í vor tók ég eftir honum í götunni minni, og þá með skottið brotið efri hlutann lafandi á skinntætlum einum saman. Þá var mér nóg boðið að horfa upp á dýrið og ákvað að taka hann í mína umsjá.

 

Hann fór í uppklössun hjá dýralæknakonunum á dýralæknastofu Garðabæjar, er nú geldur, bólusettur ormahreinsaður, örmerktur og með tattú. Skottinu var ekki hægt að bjarga, nema neðri hlutanum og hann er núna með svona rosalega smart stutt skott, og er svona nærri búinn að sætta sig við það og aðrar aðgerðir.

 

Það kom líka í ljós að hann hafði kjálkabrotnað og var brotið nú gróið þannig að það ætti ekki að há honum. Hann er alveg yndislegur kisi, og ég vona að honum líði þokkalega í minni umsjá.

 

Ég get að vísu bara boðið honum upp á sambýli við aðrar kisur, og ég veit ekki hvort mér tekst að gera hann að fullgildum heimilisketti til jafns við hina kettina sem ég hef haft umsjá með síðan þeir fæddust, allavega eru þeir ekkert hressir með þennan nýja vin, en það kemur er ég sannfærð um.

 

Mér þykir rétt að setja mynd af honum á netið hjá ykkur, kannski á Toggis fjölskyldu annarstaðar sem hefur talið hann af, og týndann, og þá er það alveg dásamlegt að koma á endurfundum gegnum ykkur.

 

En þangað til á hann vísan stað að kúra sig á, borða og fá klapp og vinsemd.

 

Bestu kveðjur Kristín, Toggis, Bellman og allar hinar kisurnar