Mýsla eignast nýja vinkonu

7 des, 2006

 

Hún hefur það alveg endalaust gott hér í Grindavíkinni og hefur hún tekið miklum breytingum, en hún var svo heppin að eignast nýja vinkonu inná heimilið og sú dama heitir Malla og er hreinræktaður skógarköttur.

 

Við fengum Möllu fyrir rúmlega mánuði síðan og verður hún 3 ára á næsta ári, það tók dömurnar einungis 2 daga að sætta sig við hvor aðra og eru þær hinir bestu mátar í dag. Malla kemur frá heimili sem 6 aðrir kettir eru og var henni illa við flesta þannig að hún naut sín ekki eins og skildi þannig að ég ákvað að taka við henni og sé engan veginn eftir…. því eins og sjá má á myndunum. Þessar kisur mínar eru hugur okkar og hjarta, svo í mars þá bætist ein önnur í hópinn sem ég bíð spennt eftir.

 

En ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra en ég mátti bara til með að senda ykkur línu og sýna ykkur hefðadömurnar í Grindavík.

 

Með bestu kveðju….

 

Guðbjörg Hermanns
Grindavík