Hesta-Páll dvelur á Hótel Kattholti

4 des, 2006


Hann fór á nýtt heimili  frá Kattholti 10.janúar 2004 eftir l árs dvöl í athvarfinu. Hann fannst á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið þar vegalaus og kaldur í einhverja mánuði.


Hann á góða fjölskyldu í dag sem hugsar vel um hann. Ógleymanlegur kisustrákur.


Myndin sýnir hann með jólahúfu sem segir honum að bráðum koma blessuð jólin og  mamma kemur að sækja hann .


Til hamingju , við erum þakklát fyrir að eiga smá þátt í því að þér liður vel í dag.


Sigríður Heiðberg.