Ég vildi bara senda ykkur örfáar myndir af kisustrákunum okkar þeim Snúlla og Snjólfi því við fengum þessi yndislegu dýr hjá ykkur.

 

Þeir eru nú að sjálfsögðu mjög ólíkir karakterar en frábærir hver á sinn hátt og mig langaði bara til að segja takk fyrir að vinna þessa frábæru vinnu sem þið vinnið og senda ykkur að mínu mati sætar myndir.

 

Á einni er sonurinn að kela við Snúlla, á einni eru kettirnir sofandi saman eins og þeir gera stundum og á annarri er Snjólfur á uppáhaldsstaðnum sem er kollur í eldhúsinu – tignarlegur og flottur.

 

Með bestu kveðju,

 

Soffía “kisumamma”