Félagsgjöld

28 Sep, 2006

 

Ágætu kattavinir. Nú er verið að senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöldin.

 

Á s.l. ári hefur Kattavinafélag Íslands móttekið fjöldann allan af nýjum félagsmönnum.

 

Ennig hafa margir styrkt félagið með gjöfum og framlögum.

 

Góður hugur til málefnisins er ómetanlegur,og styrkir stöðu félagssins.

 

Ef skráningar eru einhverra hluta vegna ekki réttar, þá biðjumst við velvirðingar á því og munum að sjálfsögðu leiðrétta það.

 

Vinsamlegast látið vita ef breyta þarf skráningu, annaðhvort á netfangi okkar [email protected] eða í síma 567-2909.

 

Bestu þakkir og kveðjur til ykkar

 

F.h. Kattavinafélags Íslands

 

Sigríður Heiðberg, formaður