Sælar kattholtskonur og kisur.Munið þið eftir mér,ég fékk nafnið Simbi hjá ykkur,mamma er ekki búin að ákveða hvort ég held áfram að heita því nafni eða fæ nýtt.
Nú er ég búinn að vera hjá Kela og Bjarti nýju bræðrum mínum í 16 daga og ég er búinn að stækka , eða það segir mamma allavega. Hinir kisustrákarnir,sérstaklega Keli var ekki mjög hrifinn af mér fyrstu dagana, en Bjartur varð strax vinur minn, þvoði mér voða vel og allt.
Svo ákvað Keli að þvo mér líka og ég mátti þvo honum um eyrun og svoleiðis, svo þá vorum við orðnir rosagóðir vinir. Svo sofum við stundum í einni kös ,en stundum bara í rúmunum okkar, svona sitt á hvað. Mér finnst mjög gaman að leika mér og það er fullt af kisudóti hjá okkur, en svo er líka gaman að finna bara bréf og svoleiðis og leika sér að því , þá er hægt að rusla dáldið til og mamma verður að ryksuga he he…… hún segir stundum að ég sé ruslarastrákur, en hún elskar mig samt voða mikið, alveg jafn mikið og stóru bræður mína, svo ég er voða heppinn. Ég elska líka mömmu mína og mala mikið þegar hún tekur mig upp og knúsar mig, það finnst mér gott. Jæja ég bið voða vel að heilsa öllum hinum kisunum og líka konunum sem voru svo góðar við mig .
Bless bless…
Simbi sjóari
ps.Keli og Bjartur biðja líka að heilsa 🙂