Mússa kvödd

26 jún, 2014

Fyrir 18 árum bjargaði Sigríður Heiðberg heitin og maðurinn hennar Einar litlum hvolpi frá svæfingu. Hvolpurinn var nefndur Mússa og kvaddi hún fyrir skömmu í hárri elli. Mússa mætti til vinnu með Sigríði í mörg ár og tók ætíð vel á móti skjólstæðingum Kattholts. Mússa var einstaklega blíð og góð við ketti og því til sönnunar tók hún að sér móðurlausa kettlinga sem hún fóstraði. Mússa hvílir hjá Emil og Bjarti fyrrum Kattholtskisum sem einnig hafa kvatt.