Kettlingurinn sem lögreglan bjargaði úr fiskikarinu sl.
fimmtudag er kominn með fósturmömmu. Kettlingurinn sem hefur verið nefndur
Frosti var mjög órólegur og vældi mikið áður en Klukka fósturmamma tók hann að sér. Klukka er óskilakisa í Kattholti. Frosti og Klukka eru mjög ánægð saman og byrjaði Klukka að mjólka eftir að kettlingurinn kom til hennar. Áhugasamir
framtíðareigendur geta heimsótt Frosta og Klukku á virkum dögum milli kl.
14-16.

“Mæðginin” voru í kvöldfréttum RÚV sl. mánudag. Fréttin byrjar á 15. mínútu: http://ruv.is/sarpurinn/frettir/23062014-20