Kæru Kattholtsfóstrur,

 
Það hefur lengi staðið til að mamma mín sendi ykkur myndir af mér, svo þið getið séð að ég hef það gott og lifi eins og blóm í eggi eftir að hún var svo heppin að fá mig til sín fyrir rúmu ári síðan.


Loksins lætur hún  verða af því senda nokkrar.


Eins og sjá má á myndunum er ég alveg jafn sæt og fyrr, hvort sem ég nýt mín í garðinum, heima, – hversdags eða á jólunum, nú eða í sumarbústaðnum, jafnvel þegar Nói “systursonur” minn er hjá okkur (hann fékk systir mín líka hjá ykkur í Kattholti, agnarsmáan og þótti óvíst hvort hún myndi lifa).


Eins og þið sjáið eigum við Nói eins teppi, en í sitt hvorum litnum, sem mamma prjónaði handaokkur til að liggja á í bólunum okkar og


svo finnst henni ég voða fín þegar hún puntar mig með rauðri slaufu á jólunum. Ég verð nú aðviðurkenna að það er alveg satt hjá henni.


En, eins og þið sjáið líka á einni myndinni, fer Nói stundum í taugarnar á mér og þá er ég ekkert feimin við að sýna honum það og hvæsi á hanntil að siða hann til. Hann er óttaleg boltabulla, fylgist bæði með fótboltaleikjum í sjónvarpi (sjá mynd) og hendist um öll gólf með litla álbolta, sem ég reyndar skil orðið betur og betur og tek stundum þátt í leiknum.


En mér finnst líka mjög gott að slappa af og leggjast á bakið á gólfið eða kúra í fanginu á mömmu, alla vega smá stund.


Ykkur finnst ég kannski hafa bætt einhverjum grömmum á mig og kannski er það rétt, en mér finnst bara matur svo góður að ég læt aldrei á mér standa ef ég heyri að mamma fer inn í eldhús og hleyp strax til hennar, svo hún geti gefið mér eitthvað gott í gogginn. Ekki vil ég verðatil þess að hún þurfi að henda mat! ; )


Ég bið að heilsa öllum í Kattholti, bæði tví- og ferfætlingum og vona að sem flestar góðu kisurnar þar geri fleiri mömmur heppnar og flytji til þeirra sem allra fyrst.


Kær kveðja,


Móna Lísa (kölluð Lísa), en þið þekktuð mig sem Jasmín og ég var hjá ykkur í tvö ár!