Það er alltaf notalegt að fá hlýja kveðju frá dýravinum.

27 nóv, 2007

 

Sæl Sigríður.

 

Þann 25. nóv. sl. settir þú á síðuna þína auglýsingu frá mér um svartan högna sem gerði sig heimakominn hjá okkur og nú er hann búinn að finna fólkið sitt og er kominn heim til sín.

 

Mjög gleðilegt það, þó ég sjái pínulítið eftir honum því hann var svo yndislegur og kelinn.

 

Gagnsemi þessarar þjónustu hjá þér er óumdeilanleg því hann kom til okkar alla leið frá Víðimel í vesturbænum og upp í Miðhús í Grafarvogi.

 

Löng leið fyrir litla kisu. Það hefði verið erfitt að finna eigendurna hans án þín og þinnar góðu þjónustu.

 

Þakka þér kærlega fyrir.

 

María Auður