Minningin um Ísold lifir í hjarta mínu.

18 jún, 2008

18. júní fór ég með kisuna mína Ísold 15. ára á Dýraspítalann í Víðidal. 

 

 

Það var komið að kveðjustund.  Það tók á, en það var  líkn að leyfa henni að sofna.

 

 

Hún fæddist á Laufásveginu og var alla tíð innikisa.

 

 

Hún var mjög ljúf og góð kisa og talaði mikið.

 

 

Það er alltaf erfitt að kveðja dýrin sín, en verum þess minnug að ef við höfum hugsað vel um dýrin okkar verður kveðjustundin  léttari.

 

 

 

Margir eru í mínum sporum, þess vegna sendi ég ykkur þessar línur. Tárin mín eru senn að þorna og minningin um Ísold tekur völdin.

 

 

Takk fyrir samveruna elsku stelpan mín.

 

Sigga Heiðberg.