Ég var svo heppin fyrir fjórum árum þegar ég var að tala um að mig langaði í kött og mér var bent á Kattholt.
Ég fór og vissi strax hvaða kött ég vildi það var lítill svartur og hvítur kisu strákur hann er skógarköttur. Hann er með hvíta eldingu á enninu og þar af leiðandi fékk hann nafnið Seifur.
Seifur er sterkur karakter, hann er alveg með klukkuna á hreinu , það er eiginlega hægt að stilla klukkuna eftir honum og hans kenjar.
Hann er alltaf í góðu jafnvægi.
Hann er inni köttur og ef og þegar hann fer út er sett á hann beisli , hann er mjög sáttur við það því að hann hefur aldrei vanist öðru, enn það er ekki tími til að fara með hann út nema um helgar og hann veit sko alveg hvenær er helgi.
Hann er mjög fastheldinn á sinn mat og vill ekkert annað enn Royal canin inndoor, ég hef reynt að bjóða honum annað enn hann snýr bara upp á sig og fussar svo vill hann ekkert nema verstfirskan harðfisk og það þýðir ekkert að bjóða honum gamlan fisk annað hvort nýjan eða ekkert takk fyrir.
Hann er 4 ára og alveg yndislegur .
Ég fékk líka rauðlita kisu stelpu mér fannst og finnst hún flottust, þegar ég keyrði með hana heim frá Kattholti fór ég niður laugaveginn og þar sá ég Snyrtistofan Mandý og þarna var nafnið komið Mandý.
Hún er bara 2 ára og það bíðasta af öllu blíðu malar út í eitt. það er enginn sérviska sambandi við matinn, það er allt borðað sem er á borðum.
Einu sinni var ég að útvatna saltfisk og hún náði sér í gott stykki og hljóp með út um alla íbúð.
Ég á 4 mánaða barnabarn Mandý finnst æðislegt að fá að vera nálægt henni .
Henni er alveg sama þótt hún fari ekki út það eru svalir á íbúðinni og ef það er ekki mjög kalt og lítill vindur þá kíkir hún út annars ekki.
Hún eltir mig um allt heima við sofum saman yfir fréttum, enn hún hefur ekki áhuga að sofa upp í rúmi. Hún er líka alveg yndisleg.
Við eigum bústað og við tökum alltaf Seif og Mandý með það er ekkert mál af því að þeir eru inni kettir og ef Seifur fer út er hann alltaf bundin, þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það.
Maður verður að taka tillit til nágranna og náttúru þegar maður er með dýr.
Hrafnhildur á Grenimel