Mía og fjölskylda senda kveðju í Kattholt.

16 mar, 2010

Halló kæru starfsmenn Kattholts!

 

Loksins læt ég verða að því að senda ykkur fréttir af henni Míu sem ég fékk hjá ykkur.

 

 

Það hefur allt gengið alveg rosalega vel og urðum við straks háðar hvor annarri.

 

 

Ég lét hana fyrst eina út eftir 1/2 mánuð og var ég alveg að deyja úr spennu.

 

 

Svo birtist hún alsæl og svakalega montin eftir 1 og 1/2 tíma og fær alltaf að fara út þegar ég er heima en það eru 4 opnunar- og lokunar möguleikar á kattalúgunni.

 

 

Síðan hún hóf útivistina borðar hún nær meira en ég og hefur aðeins bætt á sig.

 

Við biðjum báðar kærlega að heilsa og þökkum fyrir góða vist og umönnun hjá ykkur! Harpa & Mía.

 

(ég verð að senda ykkur myndaalbúmið úr Facebook, því venjulega e-mail mynda kerfið virkar ekki á tölvunni minni, en ég vildi endilega senda ykkur myndir af Míu eins og ég lofaði)