Sæl öll sömul bæði tví- og fjórfættlingar.Langaði aðeins segja ykkur frá því hvernig gengur hjá kisumömmunni og börnunun hennar fjórum.


Það gengur alveg vonum framar og börnin hafa stækkað mikið. Þeir bræður eru miklir fjörkettir og hafa fært okkur mikla gleði.

 


 


 


Sá guli hefur fengið nafnið Bjartur og er mjög raddsterkur og ákveðinn. Ljósgrái, þessi sem er svo sérkennilegur á litinn fékk nafnið Hnoðri; hann er mjög rólegur eins og mamman.


Hinir hafa ekki enn fengið nafn en eru ofboðslega duglegir og fallegir strákar.


Kisumamman hefur fengið nafnið Dísa og hefur ákveðið að gerast hefðarfrú í Mosfellsbænum ― þegar börnin eru flogin úr hreyðrinu.


Hún er alveg yndisleg og horfir alltaf jafnmikið í augun á okkur. Frá fyrsta degi áttaði ég mig á því að ég myndi aldrei getað skilað henni ― hún hefur brætt hjarta mitt.


Dísa er farin að leika sér með allskyns kisuleikföng og hún var svo glöð þegar hún fékk klórugrind; ég held ég hafi aldrei séð kött klóra jafn lengi; hún ætlaði aldrei að hætta.


Matarlistin er komin í lag og hún borðar og drekkur vel. Í gær fór ég í Bónus og keypti blautmatsbréf með beef bragði og ég held ég hafi aldrei séð jafn gráðugan kött; hún gaf frá sér nokkur undarleg urr áður en hún hámaða í sig matinn.


Nú veit  ég sem sagt hver matarsmekkurinn er. Það er svolítið sérstakt að hún Dísa mjálmar ekki eins og aðrir kettir hún hefur aðeins mjálmað nokkrum sinnum frá því hún kom og er frekar dimmrödduð.


Ég hef ekki leyft hinum köttunum að fara inn í þvottahús en þeir vita þó allir af henni og eru búnir að venjast því að það sé einhver í kjallaranum, stundum koma þeir á gluggann og þá urrar Dísa í gegnum glerið.


Hún hugsar svo vel um börnin sín ― þau eru alltaf svo hrein og fín. Ég hef ljós á daginn í þvottahúsinu og leyfi henni að hlusta á útvarpið (Bylgjuna), hún var orðin svolítið þreytt á Gufunni, þeir spila svo mikið jass.


Á kvöldin slekk ég svo ljósin og á útvarpnu (kl. 22) og þá fara þau öll að sofa.


Ég stefni að því að senda myndir um helgina. 


Með bestu kveðju til ykkar allra,


Hrafnhildur Björt, Einir, Guðmundur Bjartur og


kisurnar: Ljúfur, Ljúfa, Bangsi, Draumur og Dísa