Góðan daginn Sigríður og allt starfsfólk Kattholts.
Nú eru liðnar nokkrar vikur síðan ég fékk ljúflingskisuna mína hjá ykkur. Aðlögunartíminn var stuttur, Mía (áður kleópatra) var fljótlega búin að finna sér uppáhaldsstaði á heimilinu til að kúra á.
Hún vekur mig núna á morgnana stundvíslega klukkan 7 þegar hún er orðin svöng.
Mía er svo þrifaleg og fín og feldurinn hennar silkimjúkur og henni finnst skemmtilegast að liggja á bakinu og fá smá maganudd.
Þó kisu litlu hafi liðið vel í Kattholti var hún búin að vera í heilt ár án þess að nokkur tæki hana að sér. Það er alltof langur tími.
Ég ráðlegg öllum sem vilja fá kisu á heimilið að hugsa um að ættleiða fullorðnar kisur, þær eru siðprúðar og stilltar. Kettlingar eru voða sætir, en þeir eru orðnir næstum fullorðnir á 6 mánuðum og þeir sem ekki eru vanir að umgangast kisur verða oft þreyttir á galsafullum kisubörnum
Ég sendi mínar bestu kveðjur til ykkar í Kattholti og kærar þakkir fyrir kisuna mína hana Míu.
Gurrý.