Ljóni sendir kveðju í Kattholt.

14 Jan, 2008

Sæl verið þið öll í Kattholti,


 


Við fengum hjá ykkur kött í síðustu viku og vildum bara þakka fyrir okkur. 


 


Þetta er Persablandaður högni sem var búin að vera hjá ykkur síðan í nóvember.


 


Nú unir hann sínum hag vel og vaktar kaffistofuna á vinnustaðnum okkar í hesthúsinu.


 


Okkur langar til að benda ykkur á heimasíðuna okkar www.strandarhofud.is þar sem þið getið séð frétt síðan í gær um hann Ljóna, en það er nafnið sem hann hefur fengið.


 


Við höfum ekki séð mús síðan hann kom og vex hann í áliti hjá okkur meira og meira með hverjum deginum.


takk fyrir okkur


Auður og dætur.