Sigríður, okkur langaði til að leyfa þér að heyra smá af kettlingnum sem við fengum hjá þér þann 2.janúar sl .


 


Zorro (kisan sem við áttum fyrir og fengum í kattholti í apríl í fyrra) og litla pjakk (nafnið á kettlingnum) kemur vel saman og eyða miklum tíma í að elta hvor annan og leika.


 


Þeir eru ekki mikið fyrir að sofa saman en kúra nærri hvor öðrum þegar þeir verða úrvinda af leik.


 


Litli pjakkur er búinn að þyngjast um 300 gr. síðan hann kom til okkar og er að verða búttaður og fínn, hann veit ekkert betra en að kúra í loðna teppinu í stofunni og ef það er í notkun skríður hann á bringuna hjá einhverjum og tekur lúrinn sinn þar.


 


Hann passar að elsti okkar haldi sig við bækurnar þegar hann er að læra því Litli pjakkur tillir sér á axlirnar á honum og lúrir þar á meðan hann lærir (bara sætt).


 


 


Þökkum við innilega fyrir yndislegu kisurnar okkar þá Zorro og Litla Pjakk.

Með kærri kveðju
Dagbjört Anna Gunnarsdóttir og fjölskylda
270 Mosfellsbæ