Litlu kisubarni var hent út við Kattholt um kvöldið 4. Júní sl.

 

Það var litla dýrinu til bjargar að leigjandi í Kattholti heyrði hljóð fyrir utan  og fann litla dýrið rennandi blautt og hrætt.

 

Hann er mjög ljúfur og vill vera í fanginu á starfsfólkinu enda er aldurinn ekki hár.

 

Enn og aftur er brotið á dýrunum okkar.

 

Guð gefi okkur styrk til að halda starfinu áfram.

 

Kæru dýravinir stöndum saman .

 

Sigríður Heiðberg formaður.