Gleðifréttir af Magnúsi frá Kattholti.

5 jún, 2007

Sæl Sigríður.

 

 

Vildi bara láta vita af honum Magnúsi. Hann hefur það gott hér á Blönduósi.

 

 

Hann sefur alla daga og kíkir út á lífið á nóttunni. Hann er mjög geðgóður, t.d. tekur hann því þegjandi og hljóðalaust að láta skola af sér í baðkarinu (því hann er nú hálfgerður sóði stundum).

 

 

Hann mjálmar mikið ef hann vantar eitthvað, en annars er hann bara hvers manns hugljúfi.

 

 

Það er leiðinlegt að horfa upp á alla þessa heimilislausu ketti á heimsíðunni ykkar.

 

Vonandi fá sem flestir þeirra heimili.

 

 

kv.

 

Sigurbjörg