Systur við Klukkurima í Reykjavík tóku eftir læðu sem sótti mikið inn til þeirra.
Þær gáfu henni að borða og hún kom alltaf aftur og þáði mat.
14. apríl gaut hún 4 kettlingum inni hjá systrunum.
Ég fór á staðinn og sá að eitthvað var að.
Ég fékk hjálp hjá meindýravörnum í Reykjavík sem komu á staðinn.
Hún var flutt á dýraspítalann í Víðidal og kom í ljós að 1 kettlingurinn var fastur og vildi ekki koma í heiminn. Þar sem að læðan er trúlega vilt varð ég að ákveða hvort ég vildi láta svæfa hana.
Ég var ekki alveg tilbúin til að láta svæfa litlu fjölskylduna og bað ég dýralæknir að sinna henni. Læðan fékk deyfilyf og litli kettlingurinn kom í heiminn.
Síðan var hún böðuð og búið um hana með börnin sín. Í morgunn kom læðan með kettlingana í Kattholt og var bara róleg og sæl.
Myndin sýnir að litla skinnið er svolítið hrædd, en hún ber ábyrgð á börnunum sínum .
Við erum alltaf að læra af dýrunum okkar.
Ég vil þakka starfsfólkinu á Dýraspítalumm fyrir alla hjálpina. Ekki má gleyma systrunum sem tóku dýrið inn á heimili sitt og veittu henni mat og skjól í erfileikum hennar.
Öllum dýravinum sem hugsa hlýtt til Kattholts, vil ég þakka.
Velkomin í Kattholt elsku kisan okkar.
Þú er komin í öruggar hendur.
Kær kveðja.
Sigga.