Kisan Kaka og fjölskylda senda kveðju í Kattholt.

16 apr, 2008

Við fengum kött frá ykkur fyrir nokkrum vikum.  Gengið hefur mjög vel með hann,  og far hans með eindæmum blítt. 

 

 

Það er eins og hann hafi verið hjá okkur frá fæðingu, svo góð tengsl hafa myndast á milli okkar.  

 

 

Það er reyndar eitthvert veiðitímabil hjá honum núna og hann er mikið fyrir að koma með laufblöð og drasl inn til að gefa okkur og þakka fyrir sig.  

 

 

Tvisvar hefur hann komið með fugl.  Er nokkuð sem hægt er að gera við því,  er þetta ekki bara eðli katta?  Í gær nótt varð hann fyrir hnjaski, kom ólarlaus heim til sín og með sár og bólgin við hægra augað.

 

 

Eitthvað mikið gengið á. En hann er samt hress og borðar vel og drekkur en vill bara láta strjúka sér vinstra megin.

 

 

 

Þetta er yndislegur köttur, sem Kristófer sonur okkar skýrði KAKA. 

 

 

 

Sendi ykkur nokkrar myndir hér í viðhengi.  Einnig ráfuðum við á heimasíðu þar sem mynd af houm er að finna  http://www1.nams.is/husdyr/  þar sem hann er uppi í tré og stillir sig vel fyrir myndavélina.  🙂

 

 

 

KAKA þarf að öllum líkindum hótelgistingu hjá ykkur í júlí ef hægt er í 7-9 daga. Ekki alveg komið á hreint hvenær í júlí.   Höfum samband þegar nær dregur.

 

 

 

Takk kærlega fyrir okkur, 

 

 

 

kveðja,  Haukur, Agata og Kristófer,  Heiðargerði 3,  Vogum Vatnsleysuströnd.