Lífsreynsla kisu litlu.

20 apr, 2008

Þegar starfsfólk kom til vinnu sinnar í Kattholt 20 apríl var búið að setja þessa litlu læðu inn um gluggann.

 

 

Hún var mjög hrædd litla skinnið en náði sér fljótlega og þáði mat úr hendi starfsmanns. 

 

 

Hún er yrjótt læða um það bil 5 mánaða gömul, ómerkt.

 

 

Hún er byrjuð að þvo sér og snyrta og tekur þessu með æðruleysi.

 

 

Ég stend alltaf í þakkarskuld við foreldra mína hvað þau brýndu fyrir mér á unga aldri að sýna dýrum virðingu og elsku.  

 

 

Það vekur alltaf hryggð í hjarta mínu hvernig komið er fram við okkar minnstu smælingja.  Ég get aðeins vonað að þar verði breyting á.

 

 

Vonandi kemur einhver sem vill taka þig í faðm sinn.

 

 

Velkomin í Kattholt kisan okkar.

 

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg formaður.