Líf í Kattholti

20 feb, 2006

Líf í Kattholti. Hún er með  mikla sögu eins og margir sem hér dvelja. Hún fannst lærbrotin fyrir mörgum árum 3 mánaða gömul  í Kópavogi.


Það náðist í eiganda hennar í gegnum Ísland í dag , en hún var aldrei sótt.


Aðgerð var gerð á henni á Dýraspítalanum í Víðidal. Hún er ótrúleg kisa, mjög ákveðin og vill stjórna öllu hér.


Myndin sýnir þegar hún fer inn í búr gæslukisu og lætur fara vel um sig.