Hæ öll sömul í Kattholti.Hér er smá kveðja frá Jasmini og fjölskyldu.Við tókum hana að okkur i ágúst í fyrra og hún smellpassaði strax inn.


 


Allir elska hana og ofdekra hana, hún er litla prinsessan okkar og fær ekkert nema það besta.


 


Hún er mjög orkumikil, elskar að leika og kúra upp i rúmi hjá okkur parinu og við vöknum á hverjum morgni við blauta kossa frá henni.Átti að vera inni köttur en slapp alltaf út svo við ákváðum að hleypa henni út,  hún fer aldrei lengra en úti garð, vill bara leika við flugur, fugla og laufblöð. 


 


Hún er um 2 ára núna og við hesta heilsu .Kær kveðja. Hildur Hörn Sigurðardóttir og fjölskylda.