Hérna kemur mynd af Snældu sem ég var búinn að lofa að senda.
Hún hefur það bara gott og er mjög góð við krakkana.
Á myndinni með henni er hún Helga Elín sem sér um að gefa Snældu og kemba henni.
Snælda fer út oft á dag og situr þá í gluggasilluni fyrir utan eldhúsgluggan .Þar finnst henni gott að fylgjast með fólk bíla og aðra ketti.
Snælda þarf oft mikið að spjalla og er vitlaus í fisk. Einnig móðgast hún þegar við horfum ekki á sjónvarp á kvöldin þá kemur hún ,snýst í kringum manni og kvartar mikið.
Kveðja fra Snældu og fjölskyldan á Borgarholtsbrautinni.