Komdu sæl Sigriður
Ég sit og syrgi yndislegasta kött sem ég hef átt, eftir að einhver keyrði á hann og drap.
Sá hinn sami skildi hann eftir á götunni og einhver hirti hann svo og fargaði guð má vita hvar. Enginn tilkynnti lögreglu eða Reykjavikurborg og þvi sit ég hér og veit ekki neitt en veit samt að þetta var hann. Fékk upplýsingar frá manneskju sem sá hann liggja i blóði sinu þarna.
Mig langar að biðja þig að fjalla um þetta næst þegar þú verður i Íslandi i bítið.
Að ræða þessa hluti og hvetja fólk til að hringja i lögreglu þegar svona gerist. Svo að eigendur sitji ekki heima sorgmæddir yfir dýrinu sinu. Óvissan er svo sar.
Vona að þú takir þetta upp i þættinum.
Kær kveðja
Bjarnþóra Pálsdóttir eigandi Gosa hefðarkattar.