Skilaboð: Kæru hetjur !!
Já þið eruð sko Þvílíkar!
En eftir að vera búin að skoða og fletta í gegn um heimasíðu Kattholts spyr maður sig hvort ekki sé orðið eitthvað mikið að í okkar þjóðfélagi.
Reyndar var ég orðin ansi döpur á köflum. Hver skilur dýrið sitt eftir einhversstaðar og yfirgefur það? Þetta er eitthvað fyrir neðan minn skilning.
Hefði skilið þetta að einhver dýr væru hjá ykkur sem hefðu vilst og ekki ratað heim. Hitt kem ég aldrei til með botna neitt í. En ljósið í myrkrinu eru svo þið sem bjargið þessum fallegu dýrum.
Vona að það sé einhver smá hjálp í því að ég gerist félagi í Kattavinafélagi Íslands! Óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og vona að ykkur gangi vel að starfa á þessari braut.
Kær kveðja frá Sigló Rósa Jónsdóttir