Sæl Sigríður!! 

 

 

Við fjölskyldan frá Eskifirði komum til þín um miðjan ágúst og fengum hjá þér högna sem er einn af átta kettlingunum sem fundust í Elliðarárdalnum. 

 

 

Þú baðst okkur um að senda þér línu um það hvernig gengi með kisuna sem hefur verið nefndur Kúskó Prins.  Hann er æðislegur og malar eins og saumavél, leikur sér mikið og virðist líða vel hjá okkur.

 

 

Við höfum ekki þorað að setja hann út ennþá nema í bandi við erum svo hrædd um að hann týnist og gluggarnir eru frekar háir á húsinu okkar þannig að við erum búin að kaupa kattarlúgu sem kemur fljótlega þá kennum við Kúskó Prins á hana. vonandi tekst það.  Kveðja að austan!!!

Kær Kveðja Svanhvít.Y. og fjölskylda

 

 

Kær kveðja og þakklæti frá Kattholti.

 

Sigríður Heiðberg formaður.