Kveðja frá Kristínu.

26 sep, 2007

Svenska Djurskyddsföreningen.htm Sæl verið þið í Kattholti.


Ég fór að skoða slóðir varðandi dýravernd og dýraathvörf í Svíþjóð. Eitt sem virðist greinilegt er að dýraverndarlöggjöfin í Svíþjóð virðist strangari en hér og eftilit með dýraeigendum skilvirkara og í höndum sveitarfélaga, refsing við illri meðferð dýra hvort sem er heimilisdýra eða nytjadýra strangari, háar sektir, fangelsi og alltaf bann við dýrahaldi í kjölfar dóms.


Lögregluyfirvöld taka kærur allvarlega og fjölmiðlar fjalla um tilfelli af illri meðferð með hagsmuni dýrana að leiðarljósi. Lagaumhverfið virðist þróaðra og eftirlitskerfið, einnig eru áhugasamtök öflug og miðla mannúðarviðhorfi sínu inní skólana. Sameiginlegur gagnagrunnur á landsvísu virðist vera til fyrir örmerkt ( og tattú-merkt ?) dýr.


Þó virðast Kattaathvörf vera á vegum einkaframtaks og líknarfélaga eins og hér. Ég kíkti inná eina þannig síðu – „Kattholt“ í Stokkhólmi er með slóðina www.katthemmet.nu kannski geta netstjórar Kattholts fundið innblástur þar.


Ég tók sérstaklega eftir nokkrum atriðum, t.d eru til neyðarvistunarheimili sem notuð eru þegar fullt er í athvarfinu, eða ekkert starfsfólk til að sinna móttöku (útibú í heimahúsum hjá dýravinum semsagt) og síðan að fyrirtækjum og einstaklingum býðst að reka tiltekin búr eða sjá fyrir ákveðnum fjölda katta. (Heimsforeldra-hugmynd UNICEF)


Vona að þið finnið innblástur og góðar hugmyndir.


Hjartans kveðjur til ykkar allra Kristín