Í marga mánuði var ég búin að horfa á eina kisu hjá ykkur sem vantaði heimili. Það var eitthvað við þessa mynd, þennan kött sem heillaði mig.

 

 

Þann daginn sem ég gat tekið kisu inn á heimilið, það var mikill hamingjudagur.

 

 

Við vorum margspurð hvort við treystum okkur í verkefnið, að taka að okkur kisu sem væri 2ja ára og hefði verið í Kattholti um helming ævi sinnar. Kisi vildi jú ekki líta við okkur! En við treystum okkur í málið full bjartsýni.

 

 

Kisi fékk nafnið Bluesky sem er nostalgía af minni hálfu (mömmunnar) þar sem ég átti yndislegan kisa fyrir mörgum árum sem hét Starsky. Starsky var mjög sérstakur, einstaklega ljúfur og skemmtilegur köttur.

 

 

Bluesky er með sömu eiginleika. Hann er gáfaður, leikfullur, skemmtilegur, ljúfur, kelinn, forvitinn… og hefur allt það sem “venjulegur” köttur á að hafa… þegar blöðin eru lesin, hvort sem er af tölvuskjá eða pappír…. þá vill kisi fá sína athygli.

 

 

Hann er yndislegur og við treystum því að hann muni vera hluti af fjölskyldunni mörg ókomin ár.

 

 

Bestu kveðjur,

 

Svandís Rós Þuríðardóttir og börn.

 

 

Kisi  er í athyglisleit og lagðist ofan á tölvuna mína þar sem ég var að læra fyrir próf.

 

 

Skýrslan um Bluesky.

 

 

Svartur og hvítur högni fannst 10. október 2006  slasaður á fæti við Hafnarstræti í Reykjavík.

 

 

Hann er búinn að vera vegalaus í Miðbæ Reykjavíkur um tíma

 

 

Hann fór í aðgerð sem tókst vel.
Geltur og örmerktur í Kattholti. Mjög blíður og góður.

 

 

Sjúkrasjóðurinn Nótt mun greiða aðgerðina.

 

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg.