Hæ Kári Steinsson heiti ég, ég kom í Kattholt með pabba mínum þriðjudaginn 28. nóv. og fékk ég hjá ykkur fress sem þið kölluðuð Gosa en hann heitir nú Kubbur.
Ég ætlaði nú bara að láta ykkur vita að Kubbi líður mjög vel uppi í hesthúsi hjá mér, ég er með honum alla daga. Kl. 8 á morgnanna gefur pabbi minn hestunum að borða og leikur hann þá aðeins við Kubb með gervi mús sem við gáfum honum, svo kem ég kl. 1:35 og er með honum til 9 og stundum 10 á kvöldin á virkum dögum. En um helgar er ég með honum allan daginn.
Ég ætlaði líka að láta ykkur vita að hann er ekki í eitthverju lélegu hesthúsi heldur í einu besta og flottasta hesthúsi í Vðidal. Þar eru engar mýs, mig langaði bara svo mikið að gefa góðri kisu gott heimili, og Kubbur er svo sannarlega góð kisa.
Í fyrstu var hann nú svolítið smeikur við hestana en hann er núna búinn að venjast þeim. Hann er byrjaður að kíkja að eins út og hann er úti svona einn og hálfan tíma á dag og eltir hann mig um allt. En það allt saman kemst í lag eftir nokkrar vikur.
Hér eru nokkrar myndir af Kubbi uppi á kaffistofu en það er hanns besti staður.
Kíkið endilega á heimasíðuna mína:
www.lerkias.is/kh
Kv. Kári Steinsson