Hann Narfi hoppaði út um glugga í Hlíðunum þegar hann var í pössun þar árið 2016. Hann var skráður á eiganda sinn, en einhvernveginn var hægt að breyta örmerkjaskráningu þótt ekki hafi náðst í eigandann á þeim tíma. Narfi, eða Keli, eins og hann hét þegar hann kom til okkar í Kattholt, er búinn að flakka á milli nokkurra heimila á þessum tæpum 6 árum og grunar okkur að hann hafi verið að leita að upprunalega eiganda sínum allann þennan tíma ❤
Tómas eigandinn, gaf aldrei upp vonina að finna Narfa sinn, og var hann rétt í síðasta mánuði að athuga hvort kisi við Fossvogskirkugarð væri hans.
Það var því tilfinningaþrungin stund áðan þegar þeir hittust aftur og fá nú tækifæri á að kynnast upp á nýtt og eyða saman lífinu ♥