Vonir standa til að halda jólabasar Kattavinafélags Íslands í Kattholti 27. nóvember nk.
 
Ýmsar kisu- og jólatengdar vörur ásamt hefðbundnu basardóti verður til sölu. Að ógleymdu dagatali 2022 og merkimiðum með myndum af fallegum Kattholtskisum. Kökusalan verður á sínum stað með tertum, smákökum og öðru bakkelsi. Netverslunin okkar vinsæla verður á sínum stað.
 
Við leitum til okkar dyggu og hjálpsömu kattavina eftir stuðningi. Það sem er á óskalistanum okkar fyrir basarinn (sem er okkar stærsta fjáröflunarleið) eru kisutengdir hlutir, s.s. styttur, myndir, skart og fleira. Hluti á basar má koma í Kattholt á opnunartíma (9-15 virka daga).
 
Með kveðjum og þökkum,
basarnefnd