Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna og fjölskylda hans syrgja nú köttinn Socks sem fylgdi honum í tíð sinni í Hvíta húsinu.


Hann var nefnilega svæfður í gær eftir baráttu sína við krabbamein.


Socks fæddist árið 1989 og var því tæplega tvítugur í mannsárum.


Socks hafði reyndar ekki búið með Clinton-hjónunum eftir að þau fluttust úr Hvíta húsinu árið 2001.


Hann hafði haft það náðugt hjá Betty Currie fyrrverandi ritara forsetans.


En þau heimsóttu hann reglulega þegar þau áttu leið um Washington.


Socks var flækingsköttur sem Chelsea Clinton tók upp á sína arma þegar faðir hennar var ríkisstjóri í Arkansas.


Hann fylgdi síðan fjölskyldunni í Hvíta húsið og vakti mikla athygli. Brá honum oftar en ekki fyrir við hin ýmsu tilefni í forsetabústaðnum.


Þá átti hann fjölmarga aðdáendur sem héldu úti aðdáendasíðu á netinu honum til heiðurs. Höfundur: ([email protected])