Mikið vildi ég óska að hér yrði hugarfarsbreyting.

26 feb, 2009

Sæl og blessuð Sigríður.


 


Mikið verð ég oft hissa þegar ég les um allar þessar týndu kisur sem rata með einum eða öðrum hætti til ykkar.


 


Eru eigendurnir ekki að passa kisurnar sínar nógu vel? Eru þær lokaðar úti allan daginn á meðan eigendurnir eru í vinnu og lenda svo á flækingi í leit að mat og hlýju?


 


Eins verð ég svo reið, já öskureið, þegar ég sé að kattaeigendur flytja bara úr landi rétt si sona og skilja dýrið sitt eftir í reiðuleysi. Hvað skyldi fara fram í hausnum á svona fólki?


 


Og svo virðast þeir líka til sem sækja ekki merktar kisur sem lenda hjá ykkur. Að sjálfsögðu er það þeim kisum fyrir bestu að fara ekki aftur til fólks, sem ekki þykir vænna um þær en þetta. 


 


Það er ekki nóg að merkja kisuna sína og vilja svo ekkert við hana kannast ef hún lendir í vanda. Ég er bara ekki að skilja þetta.


 


Þegar maður tekur að sér dýr, tekur maður á sig ábyrgð og manni ber að hugsa um það og veita því öryggi og elsku.


 


Mikið vildi ég óska að hér yrði hugarfarsbreyting og að dýraeigendur sýndu ábyrgð í verki.


 


Þetta var nú bara svona hugleiðingar sem fóru af stað þegar ég sá standa á síðunni að ein kisan væri örmerkt en yrði ekki sótt. Það stakk mig í hjartað.


 


Góðar kveðjur í Kattholt.


Eygló G.


 


26. febrúar komu fyrir hádegi 3 kisur, ein var merkt, farin heim.


 


Hinar tvær eru ómerktar.


 


Vonandi verða þær sóttar.


 


Kveðja Sigga.