Kisurnar sem fundust að morgni laugardags við Kattholt

24 apr, 2012

Kisurnar sem skildar voru eftir fyrir utan Kattholt aðfararnótt laugardagsins 21.apríl, reyndust hafa verið teknar án vissu eigandans.


Ekið var með kisurnar utan af landi að Kattholti. Læðan gaut 5 kettlingum kl. 12 á hádegi á laugardeginum og heilsast móður og börnum vel. Eigandinn er algjörlega miður sín, en fær kisurnar aftur með því skilyrði að hann láti gelda högnann og gera ófrjósemisaðgerð á læðunni þegar það má.


Kattavinafélagið er í sambandi við dýraspítalann á svæðinu sem kisurnar búa á og verður fylgst með því að eftir loforðum eiganda verði fylgt eftir. Enn og aftur biðjum við kattaeigendur að gelda högna og láta gera ófrjósemisaðgerðir á læðum.