Í gærmorgun, laugardaginn 21. apríl, voru tvær hríðskjálfandi kisur sem biðu starfsmanna Kattholts fyrir utan húsið þegar mætt var til vinnu klukkan 7.30.

 

Önnur kisan er svartur, ógeldur högni og hin yrjótt kettlingafull læða – líklega eftir högnann.  Hafi einhver skilið kisurnar eftir viljandi í ískaldri nóttinni skal sá hinn sami skammast sín, en séu þetta kisur sem týnst hafa að heiman og farið rakleiðis í Kattholt er eigandi/eru eigendur beðnir að sækja þá þangað.

 

Kisurnar líta vel út og hafa líklega ekki verið á þvælingi áður en þær ,,rötuðu“ beint í Kattholt þar sem þeirra beið hlýja, knús, matur og vatn.